ID.3 birtist fullskapaður

Hönnun ID.3 þykir hafa heppnast vel. Hann er hæfilega framúrstefnulegur …
Hönnun ID.3 þykir hafa heppnast vel. Hann er hæfilega framúrstefnulegur og hæfilega "venjulegur" í útliti. Ljósmynd / Rúnar Hreinsson

Volkswagen hef­ur held­ur bet­ur tek­ist að magna upp spenn­una í aðdrag­anda komu raf­bíls­ins ID.3. Eft­ir að hafa sýnt bíl­inn í felu­lit­um í vor var hann loks­ins sýnd­ur í sinni end­an­legu mynd í gær, kvöldið fyr­ir opn­un Bíla­sýn­ing­ar­inn­ar í Frankfurt.

Bíla­blað Morg­un­blaðsins var á staðnum, enda ekki á hverj­um degi sem VW kynn­ir tíma­móta­bíl, og mátti heyra á gest­um að út­lit og eig­in­leik­ar ID.3 féllu vel í kramið.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um er greini­leg­ur Volkswagen-svip­ur á ID.3, og gengið hæfi­lega langt í að gera út­litið nú­tíma­legt, án þess þó að bíll­inn stingi mjög í stúf kom­inn út á götu. 

Í meg­in­drátt­um rík­ir út­hugsuð naum­hyggja bæði að inn­an og utan, en ID.3 er þó skreytt­ur með mynstri sem á að minna á bý­flugna­bú bæði á framstuðar­an­um og aft­an við aft­ur­h­urðirn­ar. Á mynstrið að vísa til nátt­úr­unn­ar, og und­ir­strika að ID.3. er um­hverf­i­s­vænn bíll, en Volkswagen lof­ar því að bíl­arn­ir verði af­hent­ir kaup­end­um kol­efnis­jafnaðir, þökk sé skóg­rækt­ar­verk­efn­um sem fram­leiðand­inn fjár­magn­ar víða um heim.

Auk þess að vera kolefnisjafnaður og ganga alfarið fyrir rafmagni …
Auk þess að vera kol­efnis­jafnaður og ganga al­farið fyr­ir raf­magni verður ID.3 bú­inn alls kyns tækni sem ger­ir akst­ur­inn auðveld­ari og skemmti­legri. Frá viðburðinum í Frankfurt í gær­kvöld. Ljós­mynd / Rún­ar Hreins­son

Mæla­borðið er smátt en skjár­inn á leiðsögu­tölv­unni er nokkuð vold­ug­ur, og lítið af tökk­um og stöng­um í farþega­rými, svo að meira pláss er fyr­ir smátösk­ur, drykki og þvíum­líkt. 

Grunnút­gáfa ID.3 verður með 45 kWst raf­hlöðu og 330 km drægi skv. WLTP-staðli, en einnig hægt að fá 58 og 77 kWst raf­hlöðu sem dug­ar í allt að 550 km akst­ur. Er það rétt rúm­lega nóg til að aka frá Reykja­vík að Djúpa­vogi í ein­um rykk, eða á Blönduós og til baka, án þess að þurfa að stinga í sam­band.

Hjá Heklu feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að fjöldi Íslend­inga hefði pantað sér fyrstu út­gáfu af ID.3 og verða bíl­arn­ir af­hent­ir um mitt næsta ár.

Eins og sést er innanrýmið stílhreint og snyrtilegt. Smár skjárinn …
Eins og sést er inn­an­rýmið stíl­hreint og snyrti­legt. Smár skjár­inn á bakvið stýrið sýn­ir allt sem sýna þarf. Ljós­mynd / Rún­ar Hreins­son
Að utan er ID.3 álíka stór og Golf, en þar …
Að utan er ID.3 álíka stór og Golf, en þar sem ekki er bens­ín- eða dísel­vél und­ir húdd­inu var hægt að stækka farþega- og far­ang­urs­rýmið. Ljós­mynd / Rún­ar Hreins­son
mbl.is

Bílar »