Nýjar og einfaldari lausnir fyrir fatlaða

Nú þegar eru 400 Nino í umferð.
Nú þegar eru 400 Nino í umferð.

Renault Group hefur gert samning við frumkvöðlafyrirtækið Nino Robotics um stuðning við
endanlega hönnun á næstu kynslóðum rafknúinna fararskjóta sem gera einstaklingum með
fötlun eða skerta hreyfigetu auðveldara að komast leiðar sinnar án mikillar fyrirhafnar.

Nino Robotics var stofnað 2014 í því skyni að þróa einfaldar, meðfærilegar og
kostnaðarviðráðanlegar lausnir, sem mætt gætu betur ferðaþörfum einstaklinga eiga erfitt
með gang eða fara lítt eða ekkert ferða sinna vegna fötlunar og skertrar hreyfigetu.

„Markmiðið var að þróa lausnir sem skapaði notendum tækifæri til að fara meira út á meðal
fólks og taka virkari þátt í samfélaginu á ánægjulegan og einfaldan máta. Fyrst hannaði Nino
Robotics einfalda aflgjafann One sem lítur út eins og fremsti hlutinn á rafknúnu hlaupahjóli
og er festur framan á venjulegan hjólastól til að draga hann áfram,“ segir í tilkynningu.

Síðan hefur Nino komið á markað, en sá er á tveimur hliðstæðum hjólum með sæti fyrir ofan þau og byggir Nino á sömu jafnvægislögmálum og hin þekktu Segway, þar sem notandinn stendur uppréttur á ferðalaginu. Nú þegar eru 400 Nino í umferð og 140 One sem skilað hafa um 2,5 milljónum evra í veltu.

Samstarfsaðilarnir hafa nú stofnað fyrirtækið Mobilize Invest um fjárfestingu í verkefni sem
snýr að lokahönnun á Nino4 og gera hann tilbúinn fyrir fjöldaframleiðslu. Pierrick Cornet,
vöruþróunarstjóri verkefnisins hjá Mobilize Invest og ráðgjafi hjá Nino Robotics, segir að
mikilvægt sé að gera raforkutæknina sem ferðamáta aðgengilega fyrir alla og sú sýn Nino
Robotics falli algerlega að sýn og samfélagsskuldbindinum Renault Group. Í næstu kynslóð
Nino felst markmiðið að vissu leyti í því að yfirfæra ákveðnar lausnir rafbíla yfir á Nino4 sem
búinn verður upplýsingaskjá sem sýnir stöðu rafhlöðunnar, hraða og kílómetrafjölda auk þess sem Nino4 verða búinn leiðsögukerfinu „Follow Me“.

Nú þegar eru 400 Nino í umferð
Nú þegar eru 400 Nino í umferð
Renault og Nino Robotics ætla þróa næstu kynslóð rafknúinna fararskjóta …
Renault og Nino Robotics ætla þróa næstu kynslóð rafknúinna fararskjóta sem gera einstaklingum með fötlun auðveldar að komast leiðar sinnar.
mbl.is
Loka