Óhætt er að segja að pöntunum í rafknúinn pallbíl hafi rignt inn í höfuðstöðvar bandaríska afbílasmiðsins Tesla síðustu daga.
Aðeins tveimur dögum eftir misheppnaða frumsýningu Tesla Cybertruck höfðu borist 146.000 pantanir í bíleintak, að því er forstjórinn Elon Musk tilkynnti á twittersíðu sinni.
Musk roðnaði upp fyrir haus er ætlaðar skotheldar rúður bílsins splundruðust er sýna átti fram á óbrjótanleik þeirra. Við það og slaka dóma hrundi gengi verðbréfa Tesla um 6,1%. Af þeim völdu 42% tvímótor, 41% þrímótor og 17% einfaldan.
Kápa Cybertruck er úr sama málmefni og Musk áformar að smíða SpaceX Starship geimflaug sína. Við frumsýninguna sagði Teslastjórinn að bíllinn kæmist úr kyrrstöðu í hundraðið á um þremur sekúndum.
Ódýrasta útgáfan kostar 39.900 dollara í Bandaríkjunum og mun búa yfir 400 kílómetra drægi. Lúxusútgáfa verður með tvöfalt meira drægi og mun kosta 69.900 dollara. Ekki hefur verið dagsett hvenær Cybertruck kemur á götuna. Greinendur segja að það geti í fyrsta lagi orðiðárla ársins 2022.
Litlar líkur þykir sérfræðingum á því að Teslabíllinn óvenjulegi storki langvinsælasta pallbílll Bandaríkjanna, Ford, og öðrum hefðbundnari pallbílum.