Spáir um 12.750 nýskráningum

Bíl­greina­sam­bandið (BGS) spá­ir því að um 12.750 nýir fólks­bíl­ar verði skráðir á ár­inu 2020. Það er  um 10% aukn­ingu frá ár­inu sem er að ljúka.  

„Meðal­ald­ur fólks­bíla­flot­ans er að hækka en stór­ir ár­gang­ar í bíla­flot­an­um eru komn­ir á meðal­ald­ur sem í fyrra var 12,3 ár og fer hækk­andi. Upp­söfnuð fjár­fest­ingaþörf bíla­leiga mun hafa áhrif á fjölda seldra nýrra fólks­bíla árið 2020 en ný­skráðir fólks­bíl­ar til bíla­leiga í ár voru um 30% færri en á ár­inu 2018. Meðal­ald­ur bíla­leigu­flot­ans er einnig að hækka og um 20% flot­ans eru nýir bíl­ar sem er tölu­vert lægra en hef­ur verið síðustu fjögyr árin,“seg­ir BGS í til­kynn­ingu.

Sam­bandið seg­ir að breyt­ing­ar á lög­um um skatt­greiðslur af bíl­um séu já­kvæðar. Þar sé m.a.  fjallað um íviln­an­ir vegna raf­magns-, vetn­is-, og ten­gilt­vinn­bíla næstu árin. Þar er lagt til að hækka íviln­an­ir til raf­magns- og vetn­is­bíla en einnig tek­ur efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is und­ir sjón­ar­mið Bíl­greina­sam­bands­ins og legg­ur til að frum­varp­inu verði breytt á þann hátt að það fram­lengi enn frek­ar íviln­un­um vegna ten­gilt­vinn­bíla ásamt því að hækka fjölda­mörk þeirra öku­tækja upp í 15.000 í stað 12.500.

mbl.is

Bílar »

Loka