Spáir um 12.750 nýskráningum

Bílgreinasambandið (BGS) spáir því að um 12.750 nýir fólksbílar verði skráðir á árinu 2020. Það er  um 10% aukningu frá árinu sem er að ljúka.  

„Meðalaldur fólksbílaflotans er að hækka en stórir árgangar í bílaflotanum eru komnir á meðalaldur sem í fyrra var 12,3 ár og fer hækkandi. Uppsöfnuð fjárfestingaþörf bílaleiga mun hafa áhrif á fjölda seldra nýrra fólksbíla árið 2020 en nýskráðir fólksbílar til bílaleiga í ár voru um 30% færri en á árinu 2018. Meðalaldur bílaleiguflotans er einnig að hækka og um 20% flotans eru nýir bílar sem er töluvert lægra en hefur verið síðustu fjögyr árin,“segir BGS í tilkynningu.

Sambandið segir að breytingar á lögum um skattgreiðslur af bílum séu jákvæðar. Þar sé m.a.  fjallað um ívilnanir vegna rafmagns-, vetnis-, og tengiltvinnbíla næstu árin. Þar er lagt til að hækka ívilnanir til rafmagns- og vetnisbíla en einnig tekur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis undir sjónarmið Bílgreinasambandsins og leggur til að frumvarpinu verði breytt á þann hátt að það framlengi enn frekar ívilnunum vegna tengiltvinnbíla ásamt því að hækka fjöldamörk þeirra ökutækja upp í 15.000 í stað 12.500.

mbl.is