Stór samruni í bílaiðnaðinum

AFP

Stjórnendur franska bílaframleiðandans PSA og Fiat Chrysler hafa  skrifað undir samkomulag um sameiningu en sameinað fyrirtæki verður fjórði stærsti bílaframleiðandi í heimi.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum Fiat Chrysler Automobiles og Peugeot SA. Eignarhluturinn skiptist í jafna eigu en fyrirtækið verður eins og áður sagði það fjórða stærsta en í þriðja sæti hvað varðar tekjur. Ekki stendur til að loka neinum verksmiðjum fyrirtækjanna.

mbl.is