Toyota RAV4 valinn bíll ársins í Japan

Titlinum fagnað í Tókýó.
Titlinum fagnað í Tókýó.

Í fyrsta sinn í áratug hefur Toyota hlotnast titillinn bíll ársins í Japan. Hreppti nýi RAV4 titilinn er bíll ársins var valinn í fertugasta sinn í Japan.

Alls greiða 60 blaðamenn atkvæði í valinu en búist hafði verið við tvísýnni titilkeppni milli Toyota RAV4, Mazda3 og BMW 3-seríunnar.

Það átti eftir að reynast eigi alls kostar rétt því RAV4 vann með umtalsverðum yfirburðum. Hlaut 436 atkvæði, gegn 328 atkvæðum Mazda 3 og 290 atkvæðum BMW 3.

Síðastnefndi bíllinn fór ekki tómhentur heim því hann var útnefndur bíll ársins í hópi innfluttra bíla.

Í fjórða sæti í valinu varð Toyota Corolla með 118 atkvæði og í því fimmta Jaguar I-Pace með 109. Sjötta sætið hlaut Jeep Wrangler með 56 atkvæði.

Ýmsar aukaviðurkenningar voru veittar og komu „tilfinningaverðlaunin“ í hlut Jeep Wrangler fyrir magnaða getu og meðfærileika við bæði utanvegaakstur og akstur á venjulegum vegum. Þá hlaut Nissan Skyline nýjungaverðlaunin fyrir hálfsjálfvirkan ProPilot 2.0-sjálfakstursstjórnbúnað. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: