Metfjórðungur hjá rafbílaframleiðandanum

Tesla er á siglingu.
Tesla er á siglingu. AFP

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 112 þúsund bíla á fjórða fjórðungi ársins 2019 sem er það mesta sem fyrirtækið hefur gert í einum ársfjórðungi.

Í frétt Bloomberg segir að fyrirtækið hafi alls afhent 92.550 bíla af gerðinni Model 3 og 19.450 af gerðunum Model S og Model X. Fyrra afhendingarmet, sem sett var á 3. ársfjórðungi 2019, nam 97 þúsund bílum.

Samtals námu afhendingar fyrirtækisins á árinu 2019 367.500 sem er 7.500 einingum meira en fyrirtækið gerði ráð fyrir í lægri vikmörkum sínum fyrir árið. Tesla afhenti auk þess 7 þúsund fleiri bíla en það framleiddi á ársfjórðungnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: