Ókeypis í Lúxemborg

Frá Lúxemborg.
Frá Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

At­hygl­is­verð til­raun verður gerð á næst­unni í Lúx­em­borg sem gæti átt eft­ir að hafa mik­il áhrif á notk­un fólks­bíla þar í landi.

Frá og með 1. mars næst­kom­andi verður ókeyp­is í alla stræt­is­vagna og járn­braut­ir fyr­ir hina 600.000 íbúa lands­ins. Not­end­ur þurfa aðeins að borga fyr­ir sæti á fyrsta far­rými lest­anna. 

Hið fría far­gjald mun einnig standa um 200.000 manns í grann­ríkj­un­um sem sækja vinnu og þjón­ustu til fursta­dæm­is­ins.

Það mun auka út­gjöld stræt­is­vagn­anna og lest­anna inn­an við 10% að gefa far­gjöld­in. Það þykja þó bara smá­mun­ir miðað við um­ferðaröngþveitið sem talið er að vænt­an­leg aukn­in al­menn­ings­sam­ganga muni upp­ræta.

mbl.is

Bílar »