Ókeypis í Lúxemborg

Frá Lúxemborg.
Frá Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Athyglisverð tilraun verður gerð á næstunni í Lúxemborg sem gæti átt eftir að hafa mikil áhrif á notkun fólksbíla þar í landi.

Frá og með 1. mars næstkomandi verður ókeypis í alla strætisvagna og járnbrautir fyrir hina 600.000 íbúa landsins. Notendur þurfa aðeins að borga fyrir sæti á fyrsta farrými lestanna. 

Hið fría fargjald mun einnig standa um 200.000 manns í grannríkjunum sem sækja vinnu og þjónustu til furstadæmisins.

Það mun auka útgjöld strætisvagnanna og lestanna innan við 10% að gefa fargjöldin. Það þykja þó bara smámunir miðað við umferðaröngþveitið sem talið er að væntanleg auknin almenningssamganga muni uppræta.

mbl.is