Glæný útgáfa af franska smábílnum Peugeot 208 verður frumsýnd hjá Brimborg að Bíldshöfða 8 næstkomandi laugardag, 11. janúar, klukkan 12 til 16.
Í tilkynningu segir, að hönnun hins nýja Peugeot 208 hafi hlotið einróma lof fyrir framsækið og nútímalegt útlit sem sé undirstrikað með díóðuljósum í fram- og afturljósum sem setja sterkan svip á bílinn. Í bílnum er rúmgott og bjart innanrými.
„Peugeot 208 er búinn næstu kynslóð af tækni; glænýju ökumannsrými og 3D i-Cockpit mælaborði og stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann haft að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Glænýr Peugeot 208 er með fullkomna aksturs- og öryggistækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð. Í nýjum Peugeot 208 er veglínuskynjari, blindpunktsvari vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun og fjarlægðarstillanlegur hraðastillir svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni framangreindu.
Peugeot hinn nýi er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensínvéla. Brúka þær aðeins frá 4,0 lítra á hundraðið og losa aðeins 95 gr./km gróðurhúsalofts.
Peugeot 208 fæst bæði með beinskiptur og með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu. Verð á bílnum beinskiptum er frá 2.490.000 krónum og frá 3.050.000 krónum sjálfskiptur.