Hekla hóf árið með hvelli

Frá stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Frá stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.

Árleg stórsýning bílaumboðsins Heklu dró til sín fjölda fólks, en hún var  haldin síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. Í þetta sinn undir rafmögnuðum formerkjum en frum- og forsýningar dagsins einkenndust af vistvænum áherslum.

Audi frumsýndi rafmagnaðan Audi e-tron 50, velútbúinn sportjeppa með allt að 336 km. drægi. Smábíllinn Audi A1 var einnig frumsýndur þennan dag.

Hjá Volkswagen var snaggaralegi rafbíllinn e-up! frumsýndur en hann dregur allt að 260 kílómetra. Að auki kynnti Volkswagen nýja línu T6.1 atvinnubíla sem slegið hafa í gegn um allan heim.

Skoda frumsýndi nýjan Superb sem var að koma til landsins en hann gefur forsmekkinn af fyrsta tengiltvinnbílnum frá Skoda; Superb iV, en hann er nú þegar kominn í forsölu í sýningarsal Heklu á netinu.

„Fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn og kynnti sér fjölbreyttan farkost, hleðslumöguleika frá raforkufyrirtækjunum ON og Ísorku og gæddu sér á veitingum. Það var mikil ásókn í reynsluakstur og dagurinn heppnaðist með eindæmum vel,“ segir í tilkynningu.

„Við erum ótrúlega þakklát öllum þeim sem sáu sér fært að koma til okkar á laugardaginn og skoða úrvalið okkar og nýjungar. Ánægjulegt var að finna gríðarlegan áhuga fólks á mismunandi aflgjöfum og vistvænum nýjungum. Það gefur okkur byr undir báða vængi þar sem við hjá Heklu hyggjumst halda áfram að bjóða breitt úrval bíla með fókus á raforkuna. Meðal þess sem er framundan er áframhaldandi kynning og sala á nýju ID. rafbílalínunni frá Volkswagen og Audi e-tron sportjeppunum. Jafnframt er fjölgun í vistvænum kostum frá Skoda framundan og á ég þá helst við tengiltvinnbílinn Skoda Superb iV og alrafmagnaða smábílinn CITIGOe iV sem við eigum von á í haust. Ekki má gleyma vinsælasta tengiltvinnbíl síðustu missera, Mitsubishi Outlander PHEV sem heldur áfram að gera góða hluti. Það eru spennandi tímar framundan og árið leggst vel í okkur,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir vörumerkjastjóri hjá Heklu í tilkynningunni.

VW e-up! á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
VW e-up! á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Audi e-tron 50 á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Audi e-tron 50 á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Skoda átti sína fulltrúa á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Skoda átti sína fulltrúa á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Transporter atvinnubíll á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Transporter atvinnubíll á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Spáð og spekúlerað á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Spáð og spekúlerað á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Frá stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Frá stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Frá stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Frá stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
mbl.is