Mercedes á úrvalstoppnum

AFP

Með 2.456.343 afhenta bíla á nýliðnu ári er Mercedes-Benz áfram á toppnum yfir selda lúxus- og úrvalsbíla fyrir 2019.

Jók Mercedes framleiðslu sína og sölu úrvalsbíla þar með níunda árið í röð. Í heildinni eru 117.000 smart-bílar og námu afhendingar úrvalsbíla því 2,34 milljónum.

Á grundvelli einstakra merkja var Mercedes vel á undan BMW í fyrra. Í heildina seldi BMW-samsteypan fleiri bíla. Af sportbílnum Mercedes-AMG seldust rúmlega 130 þúsund bílar 2019.

Alls seldi  BMW samsteypan 2,52 milljónir bíla í fyrra. Innifaldir í þeirri tölu er bílar frá Mini og Rolls-Royce. Af eigin merki seldi BMW því 2,17 milljónir bíla 2019, eða 170.000 bílum færra en Mercedes.

mbl.is