Alls 204 Mercedes-Benz fólksbílar seldust á síðasta ári og er þeir sem fyrr eitt söluhæsta merki lúxusbílasmiðsins. Askja var söluhæsta bílaumboðið í nýliðnum desember og Mercedes-Benz EQC söluhæsti rafbíllinn hér í jólamánuðinum.
Rafbíllinn EQC kom á markað á síðasta ári og er nú söluhæsti Mercedes-Benz bíllinn á Íslandi.
Til viðbótar bætist annar hreinn rafbíll á þessu ári, 2020, þegar EQA kemur á markað í lok ársins. Báðir þessir bílar eru með áætlað yfir 400 km drægi á rafhleðslunni einni.
Á árinu 2020 eykst einnig framboð af EQ Power tengiltvinnbílunum frá Mercedes-Benz þegar tveir vinsælustu jepparnir, GLC og GLE koma í tengiltvinnútfærslu í upphafi ársins en B-Class og GLA bætast við síðar á árinu.
Nú þegar eru fáanlegir A-Class, C-Class, E-Class og S-Class. Áætlað er að 80% af seldum Mercedes-Benz fólksbílum á árinu 2020 verði hreinir rafbílar eða tengiltvinnbílar.
Á árinu 2020 koma fyrstu atvinnubílarnir frá Mercedes-Benz sem knúnir eru rafmagni. Atvinnubílarnir eSprinter, eVito og EQV verða fáanlegir með vorinu. Auk þeirra má gera ráð fyrir að sjá eCitaro hópferðabílinn á Íslandi á komandi mánuðum eftir að hafa verið í reynsluakstri hjá stærstu hópferðafyrirtækjum landsins undanfarnar vikur.