Frumsýna nýjan Peugeot sportjeppa

Tengiltvinnbíllinn Peugeot 3008 PHEV.
Tengiltvinnbíllinn Peugeot 3008 PHEV.

Brimborg frumsýnir á morgun milli 12 og 16 glænýjan og sparneytin Peugeot 3008 tengiltvinnjeppa sem búinn er 300 hestafla vél með 8 gíra sjálfskiptingu og 5 ára ábyrgð.

Bíllinn er fjórhjóladrifinn í tengiltvinnútgáfu með drægi á rafmagninu einu allt að 59 km, snögga rafhleðslu og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.

Frumsýningin fer fram í höfuðstöðvum Brimborgar við Bíldshöfða í Reykjavík og á Tryggvagötu 5 á Akureyri.

Peugeot 3008 PHEV er með 13,2 kWh rafhlöðu og drægii hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 59 km í fjórhjóladrifsútgáfunni. Rafhlaðan er staðsett undir aftursætinu og hefur því ekki áhrif á farþega- eða skottrými. Aðgerðin „e-SAVE“ gerir ökumanni kleift að spara rafmagn til síðari nota t.d. ef þarf að aka á svæði sem eingöngu er ætlað fyrir rafmagnsbíla.

„Það er einfalt og fljótlegt að hlaða nýjan Peugeot 3008 PHEV. Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð. Einfalt er að hafa yfirsýn með hleðslunni með MyPeugeot Appinu. Bensíneyðsla í blönduðum akstri er aðeins 1,6l L/100 km. og CO2 losun aðeins frá 33 gr per km skv. WLTP mælingu.

Kosturinn við tengiltvinntæknina er að geta ekið á rafmagni í öllum venjulegum akstri án þess að hafa áhyggjur af rafmagnsleysi því tengiltvinntæknin býður upp á einstaka drægi með blöndu af rafmagni og bensíni og 22 cm veghæð opnar marga möguleika,“ segir í tilkynningu.

Tengiltvinnbíllinn Peugeot 3008 PHEV.
Tengiltvinnbíllinn Peugeot 3008 PHEV.
mbl.is