Peugeot 208 bíll ársins í Evrópu

Frá verðlaunaafhendingunni vegna bíls ársins í Evrópu 2020. Titilinn vann …
Frá verðlaunaafhendingunni vegna bíls ársins í Evrópu 2020. Titilinn vann franski smábíllinn Peugeot 208 sem fæst sem rafbíll auk bensíns- og dísilbíls.

Ofurminíinn Peugeot 208 er bíll ársins í Evrópu í ár. Fór hann með þægilegan stóran sigur í keppninni um titilinn við Tesla Model 3 og Porsche Taycan.

Peugeot 208 hlaut 281 stig frá evrópsku blaðamönnunum 58 sem mynduðu dómnefnd verðlaunanna. Hreini rafbíllinn Tesla Model 3 varð í öðru sæti með 242 stig og fyrsti rafbíll Porschem Taycan, varð þriðji með 222 stig.

Í fjórða sæti varð svo annar franskur bíll, Renault Clio með 209 stig. Ford Puma fékk einnig 209 stig og loks hlutu Toyota Corolla 152 stig í sjötta sæti og BMW 1 serían 133 stig í sjöunda.

Í upphafi voru 30 bílar tilnefndir en dómararnir, frá 23 löndum, fækkuðu þeim í sjö sem teknir voru til kostanna í úrslitunum.

Hver dómari fær 25 stig til að dreifa og verður hann að skipta þeim eftir eigin óskum á að minnsta kosti fimm bíla af sjö tilnefndum. 

Peugeot 208 fæst bæði sem bensínbíll og dísilbíll og auk þess nú sem rafbíll. Hann er af stærðarflokki bíla sem notið hafa mikilla vinsælda í Evrópu um langan aldur.

Frá verðlaunaafhendingunni vegna bíls ársins í Evrópu 2020. Titilinn vann …
Frá verðlaunaafhendingunni vegna bíls ársins í Evrópu 2020. Titilinn vann franski smábíllinn Peugeot 208 sem fæst sem rafbíll auk bensíns- og dísilbíls.
Frá verðlaunaafhendingunni vegna bíls ársins í Evrópu 2020. Titilinn vann …
Frá verðlaunaafhendingunni vegna bíls ársins í Evrópu 2020. Titilinn vann franski smábíllinn Peugeot 208 sem fæst sem rafbíll auk bensíns- og dísilbíls.
Rafbíllinn Peugeot e-208 á verskmiðjulager.
Rafbíllinn Peugeot e-208 á verskmiðjulager.
mbl.is
Loka