Dekkjasala á undanhaldi

Bíldekk.
Bíldekk.

Dekkjasala dróst saman í Þýskalandi á nýliðnu ári, 2019, samkvæmt upplýsingum BRV, sem eru samtök dekkjasala þar í landi.

Fækkaði seldum dekkjum um 3,5% í samtals 53,3 milljónir eintaka. Hlutfallslega mest dróst saman sala dekkja undir hefðbundna fjölskyldubíla og bíla með  drifi á öllum fjórum hjólum.

Velta fyrirtækjanna dróst ekki eins mikið og salan, eða um 1,1%. Skerfur sjálfstæðra dekkjaverkstæða í sölunni var meiri en dekkjakeðja, eða 38% gegn 31,6%.

mbl.is