Mikil endurnýjun skilta um hámarkshraða hefur undanfarið átt sér stað meðfram hraðbrautum í Hollandi.
Frá og með mánudeginum 16. mars sl. var hámarkshraðinn lækkaður í 120 km/klst. og hlaut breytingin stuðning hæstaréttar Hollands.
Megin ástæða breytingarinnar eru tilraunir til að draga úr nituroxíðs mengun sem sögð er hafa verið mikil í landinu.
Til að fá sem flesta til að sætta sig við lækkun hámarkshraðans úr 130 kmk/klst í 120 verður áfram heimilt að aka á 130 frá sjö á kvöldin til sex að morgni. Einungis mun þó standa 120 km/klst á nýju umferðarskiltunum. Ökumenn verða einfaldlega að vita að þeir megi aka hraðar að kvöldi til og frameftir nóttu.