Þeir ríkustu velja rafbíla

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu.

Þrír af hverjum fjórum nýskráðum bílum í Noregi í fyrra voru rafbílar. Kaupendur voru tekjuhæstu fjölskyldurnar.

Tölur frá norsku hagstofunni (SSB) þykja sýna það svart á hvítu að almennt er það tekjuhæsta fólkið sem kaupir rafbíla fremur en lágtekjufólk.

Árið 2019 keyptu 8,5% hátekjufjölskyldur rafbíl en aðeins 0,2% tekjulægsta fólksins. Því hærri tekjur þeim mun meiri líkur eru á að næsti bíll fjölskyldunnar verði knúinn rafmagni.

Hátekjufjölskyldur keyptu í fyrra 37% allra nýskráðra rafbíla í Noregi og 21% allra nýskráðra bíla með brunavél.

Heimili sem teljast til neðri helmings heildartekna keyptu um 10% nýskráðra rafbíla 2019 og 22% bíla með brunavél.

Alls voru nýskráðir um 74.000 einkabílar í Noregi 2019, þar af voru rafbílar tæplega 46.000 og bílar með dísil- eða bensínvél 28.000.

mbl.is