Hætta við vetnið

Mercedes hefur hætt þróun vetnisknúinna fólksbíla en mun með Volvo …
Mercedes hefur hætt þróun vetnisknúinna fólksbíla en mun með Volvo þróa vetnisvélar fyrir flutningabíla.

Mercedes Benz var á sínum tíma fremst í flokki þróunar vetnisbíls og sá fyrirtækið mikla möguleika með þeirri véltækni.

Byrjaði bílsmiðurinn þýski tilraunir sínar af alvöru fyrir rúmum fjórðungi aldar. Árangurinn hefur ekki skilað sér í raðsmíðuðum vetnisbíl.

Nú segir móðurfélagið Daimler að fallið hafi verið frá öllum áformum um þróun vetnisvélar fyrir fólksbíla. Í staðinn ætli fyrirtækið að einbeita sér að smíði vetnisknúinna flutningabíla.

Segir Daimler að tekist hafi samningar um umfangsmikið samstarf við sænska bílsmiðinn Volvo um smíði drifrásar fyrir vetnisvélar. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: