Ergo býður betri kjör á grænni fjármögnun

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, býður frá og með deginum í dag …
Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, býður frá og með deginum í dag sérkjör við fjármögnun vistvænna bifreiða. AFP

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, býður frá og með deginum í dag sérkjör við fjármögnun vistvænna bifreiða sem eru með vegið CO2 gildi jafnt eða minna en 50 gr./km.

Gefinn er 0,75 prósentustiga afsláttur frá gildandi verðskrá Ergo vegna bílalána og bílasamninga. Lægstu vextir óverðtryggðra bílalána og bílasamninga hjá Ergo verða því frá 4,15%, sem eru nú lægstu auglýstu vextir sem í boði eru við bílafjármögnun. Einnig verður hámarkslánstími nýrra vistvænna bifreiða lengdur í 8 ár, að því er segir í tilkynningu.

Ergo býður nú jafnframt upp á þá nýjung að bjóða einstaklingum upp á fjármögnun á rafmagnshjólum og hleðslustöðvum fyrir vistvænar bifreiðar.

„Við viljum styðja við orkuskipti í landinu og hvetja viðskiptavini okkar til að  nýta sér umhverfisvæna fararskjóta. Græn fjármögnun á hagstæðum kjörum mun styðja við þá þróun og er það eindreginn vilji okkar að auka hlut slíkrar fjármögnunar í lánasafni okkar. Hagkvæm fjármögnun á vistvænum bílum og rafmagnshjólum fellur vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu,“ segir Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo, í tilkynningunni.

mbl.is