Tesla þyngir sóknina á Íslandi

Tesla ætlar að stækka við sig og efla þjónustuna.
Tesla ætlar að stækka við sig og efla þjónustuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna mik­ils áhuga á raf­bíl­um Tesla á Íslandi hef­ur bílsmiður­inn ákveðið að þyngja sókn sína inn á markað hér á landi.

Hef­ur fyr­ir­tækið ákveðið að flytja í ný húsa­kynni að Vatna­görðum 24 og 26. Þar verður að finna kynn­ing­ar­sal fyr­ir bíla og þjón­ustu. Hingað til hef­ur Tesla verið með aðset­ur að Krók­hálsi 13. Áætlað er að flytja í haust.

Í til­kynn­ingu seg­ir Tesla að Íslend­ing­ar séu áfram um að skipta yfir í sjálf­bær­ar sam­göng­ur og fyr­ir­tækið muni leggja sig fram um að breyt­ing­ar af því tagi eigi sér stað skil­virkt og hnökra­laust.

„Við erum stolt af því að geta boðið bíla með ríf­legt drægi, hátt ör­ygg­is­stig, rúm­gott inn­an­rými, og raf­knúið fjór­hjóla­drif sem fer auðveld­lega um hinar ýmsu aðstæður,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til viðbót­ar þessu boðar Tesla komu fjölda hraðhleðslu­stöðva meðfram veg­um lands­ins til að gefa neyt­end­um kost á raf­knún­um ferðum um­hverf­is landið.

mbl.is

Bílar »

Loka