Vetnisknúnir þungir flutningabílar

Fyrstu vetnisknúnu flutningabílarnir frá Hyundai eru komnir til Evrópu.
Fyrstu vetnisknúnu flutningabílarnir frá Hyundai eru komnir til Evrópu.

Hyundai smíðar annað og meira en bara fólks­bíla. Hyggst kór­eska fyr­ir­tækið hasla sér völl í fram­leiðslu vöru­flutn­inga­bíla sem fá allt sitt afl úr vetni.

Hyundai hef­ur þegar sent tíu fyrstu bíl­ana til Sviss en í fyrsta áfanga verða smíðuð 50 ein­tök af bíln­um, XCIENT Fuel Cell, fyr­ir þann markað.

Í Sviss verður byrjað af­henda kaup­end­um bíl­ana í sept­em­ber. Er um að ræða fyrsta vetnis­knúna vöru­bíl heims, að sögn Hyundai. Áform fyr­ir­tæk­is­ins er að fram­leiða alls 1600 ein­tök af XCIENT fyr­ir árið 2025.

Með því seg­ist Hyundai skuld­binda sig til framtíðar með um­hverf­i­s­vænni bíl­tækni.

Lang­drægi

XCIENT Fuel Cell fær afl afl sitt frá 190 kíló­vatta vetn­is raf­kerfi sem bygg­ist á tveim­ur 95 kíló­vatta vetn­is­vél­um. Er orku­forðinn geymd­ur í sjö stór­um vetnistönk­um sem rúma 32,09 kíló af vetni.

Drægi flutn­inga­bíls­ins XCIENT er um 400 kíló­metr­ar á tankfylli. Tek­ur aðeins frá  8 til 20 mín­út­ur að dæla aft­ur á tank­inn.

Til viðbót­ar  XCIENT Fuel Cell bíln­um vinn­ur  Hyundai að þróun flutn­inga­bíls sömu stærðar með allt að 1.000 kíló­metra drægi. Markaður fyr­ir slík­an bíl er fyrst og fremst í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu, að sögn kór­eska bílsmiðsins.

mbl.is

Bílar »

Loka