Vafasamt hátterni á ferð

Ótrúlega margir brúka síma á ferð.
Ótrúlega margir brúka síma á ferð. Ford Media Centre

Rannsókn sem eittþúsund breskir bílstjórar tóku þátt í hefur leitt í ljós, að 54% þeirra hafa brúkað farsíma undir stýri. 

Næstum fjórir af hverjum tíu, eða 38%, sögðust hafa sent smáskilaboð á ferð og 27% hringt án þess að brúka handfrjálsan búnað.

Þessu til viðbótar sögðust 7% ökumanna hafa skoðað flett samfélagsvefsíðum á ferð og einn af hverjum tuttugu gengust við því fúslega að hafa skrifað inn á síður símans.

Í rannsókninni tóku þátt þúsund ökumenn á aldrinum 17-24 ára. Af þeim kenndu 46% foreldrum sínum um hið sæma hátterni sitt. Þeir hefðu löngum setið í bíl hjá þeim og þá lært af því sem fyrir var haft.

Færninni fór aftur við allan hjálparbúnaðinn

Þá kom fram að 39% ökumannanna töldu akstursfærni sinni hafi farið aftur með tilkomu fjölda bíltæknibúnaðar sem ætlaður væri bílstjórum til aðstoðar. Ætti það t.d. við um skriðstilli, svo og búnað sem ætlað væri að gera ökumanni auðveldar að leggja í stæði.  Þá sögðust 61% á því að þess konar búnaður drægju úr viðbragðsflýti bílstjóra.

Loks km í ljós að 34% aðspurðra höfðu reynt að bæta akstursfærni sína með hjálp YouTube eða annarra bílkennslusíðna og 26% höfðu stundað akstur í bílhermileikjum á veraldarvefnum. Af þeim töldu 46% það hafa skilað þeim ávinningi og aukinni færni í akstri.

mbl.is