Forpantanir á Volvo XC40 rafjeppanum hefjast

Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge

„Beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu eftir fjórhjóladrifna rafmagnsjeppanum Volvo XC40 P8 AWD Recharge. Brimborg mun byrja að taka við forpöntunum á R-Design útfærslu rafmagnsjeppans á miðnætti þann 1. september í vefsýningarsal bílaumboðsins.“

Svo hljóðar tilkynning  frá Brimborg um forsölu á Volvo XC40 rafjeppann.
Sýnis- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í nóvember og afhendingar á jeppanum til kaupenda hefjast vorið 2021.

Jeppinn er fjórhjóladrifinn, 408 hestafla og togar 660 Nm og er 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Með 78 kílóvattstunda rafhlöðu er drægi bílsins 400 km og tekur aðeins 40 mínútur að hlaða hana upp í 320 km. drægi í hraðhleðslu.

 Volvo XC40 rafjeppinn er með 1.500 kg. dráttargetu og veghæðin er 17,6 sentímetrar. Farangursrýmið er  452 lítra og aukarými í húddi. Bíllinn er með 5 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára verksmiðjuábyrgð á rafhlöðunni.

Allir Volvo bílar rafmagnaðir árið 2025

Með XC40 rafmagnsjeppanum stígur Volvo enn eitt skrefið í átt að því  markmiði sínu, að fyrir árið 2025 verði helmingur af öllum Volvo bílum keyptum á heimsvísu knúinn rafmagni eingöngu og hinn helmingurinn verði tvinnbílar.

 Nú þegar er sala Brimborgar á Volvo 96% tvinnbílar og ljóst að allir seldir Volvo bílar á Íslandi hjá Brimborg verða annaðhvort 100% hreinir rafbílar eða tvinnbílar árið 2021.

Áætluð orkunotkun Volvo XC49 ár 100 km. er um 18,75 kWh., sem jafngildir um 300 kr. orkukostnaði m.v. heimilisrafmagn. Því má ætla að orkukostnaður á ferðalagi fram og og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar væri um 2.300 kr, að sögn Brimborgar. Bíllinn er búinn 11 kW hleðslubúnaði með Type 2 tengi.

Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design er hlaðinn búnaði og má þar nefna til viðbótar við einstakan öryggisbúnað Volvo bíla m.a. rafdrifinn afturhlera, 19 tommu álfelgur, lyklalaust aðgengi, 9 tommu snertiskjá, forhitari með Volvo On Call fjarstýringu, upphituð framsæti, upphitað stýri, upphituð rúðupissstútar, hraðastilli, Bluetooth tengingu og Volvo On Call appið.

Eins og fyrr segir fara forpantanir fram í vefsýningarsal Brimborgar frá miðnætti 1. september. Þar er hægt að velja sér bíl, smella á hnapp, fylla út form, lýsa mögulegum uppítökubíl og senda fyrirspurn eða pöntun. Söluráðgjafi verður í kjölfarið í sambandi með nánari upplýsingar. Staðfestingargjald við staðfestingu pöntunar er 10% eða 800.000 kr.

Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
Volvo XC40 P8 AWD Recharge
mbl.is