Sjálfekinn Honda viðurkenndur

Lítil þörf verður fyryr takka á stýri sjálfakstursbíls.
Lítil þörf verður fyryr takka á stýri sjálfakstursbíls. AFP

Japanski bílsmiðurinn Honda hlaut í gær leyfi yfirvalda til að selja bíl með þriðja stigs sjálfaksturstækni.

Mun það vera fyrsti bíll þeirrar tækni sem viðurkenndur er til aksturs í venjulegri umferð.

Áætlanir Honda miða að því að bíllinn komi í almenna sölu í mars nk. Hann er m.a. fær um að taka fram úr öðrum bílum í þungri hraðbrautarumferð.

Tæknistig sjálfaksturs bíla eru fimm og þýðir það fimmta að bíll sé í öllu efni alsjálfvirkur, en nýi bíllinn, Honda Legend, er af þriðja stigi.

mbl.is