Kynnir og frumsýnir nýja tengiltvinnjeppa

ÍSBAND, umboð fyrr Jeep á Íslandi, mun nú í nóvember kynna fyrstu tengiltvinnbílana (Phev) frá Jeep.  Um er að ræða Jeep Renegade 4xe og Jeep Compass 4xe.

Jeep Compass verður frumsýndur frá og með í dag, frá 14. nóvember, og Jeep Renegade þann frá 21. nóvember.

„Í áratugi hefur Jeep verið í fremstu röð framleiðenda fjórhjóladrifinna jeppa og nú eru fyrstu eintökin af þessum rafdrifnu jeppum að koma til landsins.  Jeep Renegade og Jeep Compass eru með bensín- og rafmótor og háþróuðu 4xe alvöru fjórhjóladrifi og eru einu rafknúnu jepparnir í sínum stærðarflokkum með lágu drifi.  Jeep Active Drive fjórhjóladrifið gerir ökumanni kleift að velja um 4 drifstillingar, Auto, Snow, Sand og Mud, ásamt að læsa milli fram- og afturöxlus í lága drifinu.  Í Trailhawk útfærslu bætist fimmta stillingin við, Rock,“ segir í tilkynningu.

Jeep Renegade Trailhawk er með 190 hestafla bensínvél og 11,4 kW rafmótor sem skilar 60 hestöflum og því alls 240 hestöflum.  Compass Limited verður með 130 hestafla bensínvél og 60 hestafla rafmótor, alls 190 hestöfl, en Compass Trailhawk og Compass S  alls 240 hö.

Einfalt og fljótlegt að hlaða

Aðeins tekur um 2 klukkutstundir að fullhlaða bílinn í heimahleðslustöð en ÍSBAND býður upp á Jeep heimahleðslustöðvar sem fyrir 99.000 krónur með endurgreiðslu virðisukaskatts.  Með hefðbundinni tengingu sem fylgir með bílnum tekur 4 klukkustundir að fullhlaða hann.

Hægt er að velja um þrjár akstursstillingar. Í Hybrid stillingu eru báðir mótorar notaðir, Í Electric er aðeins ekið á rafmótor  og í E-save, er einungis ekið á bensínmótor og rafhlaðan spöruð.

Forsölu verð stendur

Jeep Renegade verður boðinn í Trailhawk útgáfu 240 hö., með 6 gíra sjálfskiptingu og 5 drifstillingum.

Helsti staðalbúnaður er m.a.: 17” álfelgur, 8,4” snerti- og upplýsingaskjár, hiti í framsætum, hiti í stýri, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, íslenskt leiðsögukerfi, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan, 7” skjár í mælaborði, hiti í sætum, blindhornsvörn, Kenwood hljómkerfi með bassaboxi, Bluetooth til að streyma tónlist og síma, hlífðarplötum undir mótor, skiptingu, bensíntönkum og rafmótor.   Verð á Jeep Renegade er 5.499.000 kr. hvítur og aðrir litir kr 163.000.  ÍSBAND mun standa við forsöluverð þrátt fyrir veikingu gengis (USD gengi 132).  Um næstu áramót mun virðisaukaskattur á PHEV bíla hækka og miðað við gengi í dag, verður verðið 1. janúar  6.192.000 kr. á Jeep Renegade.

Jeep Compass í þremur útfærslum

Compass Limited 190 hö, 6 gíra sjálfskiptur, með háu og lágu drifi og 4 drifstillingum. Helsti staðalbúnaður er m.a.: 18” álfelgur, leðursæti, rafdrifin framsæti með rafdrifnum mjóbaksstuðningi, hiti í framsætum, hiti í stýri,  lykillaust aðgengi, 8,4” snerti- og upplýsingaskjár, árekstrarvari, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan, rafmagnsopnun á afturhlera,  íslenskt leiðsögukerfi.

Umfram í Trailhawk úfærslu: 240 hestöfl 17” álfelgur, Alpine hljómtæki,  fimmta drifstillingin (Rock) og hlífðarplötur undir framfjöðrun, gírkassa, rafhlöðu og bensíntanki.

Umfram í Compass S:  19” 240 hö, 19” álfelgur, Alpine hljómtæki, og panorama opnanlegt glerþak.

Verð á Jeep Compass er svartur frá 5.999.000 (Limited) kr. til 6.599.000 kr. (S). Aðrir litir kr 163.000.  Miðað við virðisaukahækkunina um áramót og gengið í dag, verður verð 1. Janúar á Limited á 6.723.000 kr., Trailhawk á 7.523.000 kr. og S á 7.359.000 kr.

Lengri opnunartími

Í ljósi aðstæðna ætlar ÍSBAND ekki að vera með sérstakan frumsýningardag á bílunum.  Þess í stað, mun fyrirtækið vera með vera með lengri opnunartíma á virkum dögum og um helgar á meðan frumsýningu stendur.

Á miðvikudögum og fimmtudögum mun verða opið til kl 20 og um helgar verður opið á laugardögum og sunnudögum frá 12-16.  Þannig  verður heimsóknum viðskiptavina dreift,  auk þess sem vel verður hugað að öllum sóttvarnarráðstöfunum.

Boðið verður upp á sérstakan tíma fyrir reynsluakstur,  sem hægt er að fá bókaðan hjá sölumönnum ÍSBAND í síma 590-2300 eða senda beiðni um reynsluakstur á reynsluakstur@isband.is eða á www.isband.is og jeep.is

mbl.is