Renault ZOE og sendibíllinn Kangoo EV (LCV ) fagna góðu gengi á rafbílamarkaðnum í Evrópu en þeir hafa leitt söluna hvor í sínum flokki á árinu og eiga stóran þátt í sölu Renault á tæplega 96 þúsund rafbílum fyrstu ellefu mánuðina. Það er 80% aukning frá sama tímabili 2019.
Renault ZOE og sendibíllinn Kangoo EV (LCV ) fagna góðu gengi á rafbílamarkaðnum í Evrópu en þeir hafa leitt söluna hvor í sínum flokki á árinu og eiga stóran þátt í sölu Renault á tæplega 96 þúsund rafbílum fyrstu ellefu mánuðina. Það er 80% aukning frá sama tímabili 2019.
Þriðja og endurbætt kynslóð fólksbílsins ZOE kom á markað í fyrra og er í dag söluhæsti rafbíllinn í álfunni með rúmlega 84 þúsund nýskráningar það sem af er ári sem er tvöfaldur fjöldi frá 2019.
Meðal annars er ZOE söluhæstur í sínum flokki í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þessi lönd eru meðal mikilvægustu bílasölumarkaðanna í Evrópu en alls hafa rúmlega 268 þúsund bílar af gerðinni ZOE verið nýskráðir frá því að hann kom fyrst á markað 2012.
Þá heldur Kangoo Z.E. sæti sínu sem mest seldi létti rafknúni sendibíllinn (LCV) á Evrópumarkaði, en það hefur hann skipað allt frá 2010 þegar hann kom á markað. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru 8,498 Kangoo Z.E. nýskráðir. Síðasta dag nóvembermánaðar í ár höfðu 57.595 Kangoo Z.E. verið nýskráðir frá 2010.