Toyota herðir á þróun vetnisrúta

Fyrsta rúta Toyota með vetnisbrunavél dregur 400 km á tankfylli …
Fyrsta rúta Toyota með vetnisbrunavél dregur 400 km á tankfylli af vetni.

Japanski bílsmiðurinn Toyota í Evrópu hefur verið að styrkja sig til að takast á við þróun og smíði hópbíla sem ganga fyrir vetni. Tilgangurinn er að bjóða upp á fleiri valkosti í nýtingu vetnis sem aflgjafa í rútum og strætisvögnum.

Í þessu sambandi hefur Toyota verið að ganga til liðs við fyrirtæki víða í Evrópu sem reynslu hafa af vetni við þróun og smíði stórra farþegabíla.

Eftir því sem fleiri Evrópulönd og borgir hafa verið að auka áherslu á að draga úr losun hættulegra lofttegunda í samgöngum er talið að atvinnubílar og þá sér í lagi rútur og strætóar verði fljótlega knúin rafmagni, að sögn Toyota.

Til að ná losuninni niður í núll í atvinnubílum hefur Toyota fengið portúgalskan rútuframleiðanda, CaetanoBus, til liðs við sig. Hefur Toyota lagt honum til vetnisdrifrásina og við þróun bílsins hefur drægi hans mælst 400 km. 

Fyrsta rúta Toyota með vetnisbrunavél dregur 400 km á tankfylli …
Fyrsta rúta Toyota með vetnisbrunavél dregur 400 km á tankfylli af vetni. Ljósmynd/Toyota
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: