Rafbílar senn ráðandi: Fjölgar hratt

Volkswagen e-up rafbíll.
Volkswagen e-up rafbíll. mbl.is/Árni Sæberg

Alls 9.369 nýir fólksbílar voru skráðir á Íslandi í fyrra. Þar af voru 2.356 einvörðungu knúnir rafmagni, og 2.861 notar blandaða orkugjafa; þ.e. bensín og rafmagn.

Nýskráðir bensínbílar í fyrra voru 2.139 borið saman við 6.482 árið á undan, skv. tölum Samgöngustofu. Í heildina talið fækkaði nýskráningum bíla nokkuð milli 2019 og 2020, sem breytir samt ekki því að rafbílum fjölgar hratt.

Rafbílavæðing er lykilatriði í loftslagsstefnu Íslands sem á að uppfylla sett takmörk í Parísarsamkomulaginu frá 2015 um loftslagsbreytingar og viðspyrnu gegn þeim. Miklum fjármunum er árlega varið til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: