VW ID.4 útnefndur heimsbíll ársins

Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.

Volkswagen ID.4, sem er hreinn rafbíll,  hefur verið útnefndur „heimsbíll ársins“ (WCOTY) fyrir árið 2021.  Varð bíllinn hlutskarpastur í vali rúmlega 90 blaðamanna frá 24 löndum.    

Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin  hafna hjá Volkswagen, en þeim var nú úthlutað í 17. sinn. Árið 2009 komu þau í hlut Golf, árið eftir rötuðu þau til Polo. Smábíllinn up! hlaut þau 2011, Golf aftur 2013 og nú ID.4.

Bílar sem eru gjaldgengir fyrir verðlaunin Heimsbíll ársins verða að vera framleiddir í a.m.k. 10.000 eintökum á ári og til sölu í minnst tveimur heimsálfum.

„Volkswagen stefnir að því að afhenda um 150.000 ID.4 bíla á heimsvísu á þessu ári. Stórsókn til rafaksturs er grunnþáttur í stefnu Volkswagen. Fyrirtækið stefnir að því að koma með a.m.k. einn hreinan rafbíl á markaðinn á hverju ári.

Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
Volkswagen ID.4 hefur verið valinn Heimsbíll ársins 2021.
mbl.is