Kona dró lengst allra rafbíla

Hyundai Kona vekur athygli á sýningu í Bandaríkjunum.
Hyundai Kona vekur athygli á sýningu í Bandaríkjunum. AFP

Breska bílaritið Autocar stundar samanburðarfræði í gríð og erg þegar um bíla er að ræða. Njóta úttektir af því tagi vinsælda meðal lesenda ritsins og þótt víðar væri leitað.

Eitt nýjasta viðfangsefni ritsins var að meta drægi rafbíla út frá raunaðstæðum.

Rafgeymatækni fyrir rafbíla og hleðslustöðvar tekur stöðugum framförum en hversu langt bíll getur ekið á einni hleðslu er spurning sem brennur ætíð á vörum. Uppgefnar tölur framleiðenda geta verið mjög breytilegar og jafnvel ókleift að ná þeim í akstri í venjulegri umferð.

Systursíða Autocar á netinu, What Car?, spurði hversu langt bíll drægi á einni hleðslu. Rafbílar voru sendir í gegnum drægispróf þar sem tilgangurinn var að draga nákvæmlega fram hversu langt þeir kæmust áður en raforku þryti.

Tekið skal fram að bílarnir voru búnir misjafnlega afkastamiklum rafgeymum en drægi þeirra mældist sem hér segir:

1. Hyundai Kona Electric, 414 km

=2. Jaguar I-Pace, 404 km

=2. Kia e-Niro, 404 km

4. Tesla Model 3 Performance, 382 km

5. Tesla Model X, 372 km

6. Nissan Leaf e+, 347 km

7. Mercedes-Benz EQC, 332 km

8. Audi e-tron, 313 km

9. Renault Zoe R135, 307 km

10. Tesla Model 3 Standard Plus, 289 km

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: