Raf-Hummer fram í dagsljósið

Rafdrifni Hummerjeppinn og stallbróðir hans með skúffu.
Rafdrifni Hummerjeppinn og stallbróðir hans með skúffu.

Beðið hefur verið eftir nýjum GMC Hummer-rafbíl en nú er hann sýndur sem jeppi og með ögn meiri fágun í útliti en fyrri stallbræður hans.

Þessi nýi Hummer verður með allt að 830 hestafla aflrás sem deilist niður á öll fjólin fjögur. Fyrir aflinu sjá tveir eða þrír mótorar, allt eftir óskum kaupandans.

Svo mikil er snerpa jeppans magnaða og afl að hann nær 100 km/klst ferðahraða úr kyrrstöðu á aðeins 3,5 sekúndum. Það er unnt með því að virkja svonefndan „Watts to Freedom“-hátt aflrásarinnar en það kerfi má brúka þegar þörf er fyrir allan kraft hennar.

Drægi Hummer EV verður tæpir 500 kílómetrar sé stærsti mögulegi rafgeymirinn keyptur.

Ef helstu mál bílsins eru skoðuð kemur í ljós að hjólahafið er 3,22, metrar og skúffubílsútgáfa jeppans verður 23 sentímetrum lengri, sem kemur sér vel þegar hann athafnar sig í hrjúfu landslagi.

Þegar lengra er skyggnst inn í framtíðina kemur ný útgáfa bílsins að nafni Hummer EV SUV Edition 1 á götuna. Áætlað er að sá bíll komi á markað í Bandaríkjunum 2023. Hann verður ekki billegur, verðmiðinn sagður hljóða upp á 105.595 dollara, jafnvirði um 13 milljóna króna. Loks verður hann með 800 volta orkukerfi. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: