Sænski heimilistækja framleiðandinn Husqvarna hyggst freista gæfunnar á sviði mótorhjólaframleiðslu og hefur nú kynnt til sögunnar farartæki sem kemst næst því að vera rafhlaupahjól.
Hér ræðir um rennilegt þróunarhlaupahjólið Vektorr sem hannað er sem innanbæjarfarartræki. Með því staðfestir Husqvarna og að E-pilen, sem það kynnti nokkru fyrr var ekki eitthvað jaðarhjól til brúks á afviknum slóðum.
Vektorr þykir sverja sig í ætt við Husqvarna hvað hönnun og áherslu á smáatriði varðar. Og áhrifin leyna sér ekki því mörg hugmyndin að Vektorr er sótt í E-pilen.
Undir skinninu er að finna rafknúna drifrás sem nær allt að 45 km/klst hraða og dregur 95 kílómetra. Svo virðist af meðfylgjandi mynd af hjólinu að það sé lanagleiðina að vera tilbúið til raðsmíði en ekkert liggur þó fyrir um hvaða áform Husqvarna hefur í þeim efnum.