Tesla í þremur efstu sætum

Langdræg útgáfa Tesla Model S dró 645 kílómetra á fullri …
Langdræg útgáfa Tesla Model S dró 645 kílómetra á fullri hleðslu rafgeymisins.

Norska neytendastofnunin (NAF)  í samvinnu við skoðunarfélagið Motors  gerði athyglisverða úttekt á drægi allra rafbílagerða sem seldar eru í Noregi.  Langdrægustu útgáfur þriggja módel Teslabíla urðu í þremur efstu sætum.

Í prófinu sem 29 bílar tóku þátt í fyrra lagði sá langdrægasti, Tesla Model S LR, að baki 645 kílómetra í sumarprófinu. Allir utan einn drógu lengra en framleiðendurnir höfðu gefið upp og það voru ekki bara úrvalsútgáfur sem voru tilkomumiklar.

Á nýliðnum vetri var prófið endurtekið á sömu vegum til að fá samanburð á vetrardrægi og sumardrægi. Frost var tvær gráður og slydda. Allir 29 bílarnir voru prófaðir samdægurs. Enginn þeirra náði uppgefnu vetrardrægi og munaði allt að 30%.
 
Tíu langdrægustu bílarnir í prófi Naf og Motors urðu sem hér segir að sumri til og vetri:

Tesla Model S LR        645 km    469,8 km
Tesla Model 3 LR        612 km    404,4 km
Tesla Model X LR        546,7 km    419,6 km
Hyunday Kona Kona    568.4 km    404,5 km
      Kia e-Niro            524,7 km    360,3 km
     Kia e-Soul            520,3 km    352 km
      XPeng G3            506 km    341,8 km
     Jaguar I-Pace        454,2 km    333,8 km
      Opel Ampera        512,1 km    296,9 km
     Porsche Taycan 4S        475,1 km    385 km    

mbl.is