Ford Mustang Mach-E rafbíllinn sem er nýkominn til landsins verður meðal sýningargripa á Bíladögum á Akureyri dagana 17.-19. júní og til sýnis og reynsluaksturs hjá Brimborg Akureyri á föstudeginum 18. júní.
Bíllinn er búinn fjórhjóladrifi og 351 hestafla rafmótor sem skilar 580 Nm togi og kemur bílnum í hundraðið á aðeins 5,1 sekúndu. Hann er búinn 98 kWh rafhlöðu sem skilar honum drægi upp á 540 km og kemst því auðveldlega frá Reykjavík til Akureyrar á einni hleðslu.
„Það má með sanni segja að blað sé brotið í sögu Ford Mustang sem er goðsögn í bílaheiminum og hefur hingað til aðeins fengist sem tveggja dyra sportbíll. Í fyrsta skipti í 55 ára sögu þessa fræga bílamerkis er ný gerð sett á markað,“ segir Brimborg.
Ford Mustang Mach-E er ferðarafbíll í flokki stærri bíla, rúmir 4,7 metrar að lengd og því rúmgóður fyrir fimm farþega. Farangursrými að aftan er 402 lítrar og stækkanlegt með því að fella niður aftursætisbök, að hluta eða öllu leiti. Að auki er hann með farangursrými að framan sem er 100 lítrar.
„Ford Mustang Mach-E rafbíllinn kemur á háréttum tíma fyrir orkuskiptin á Íslandi. Smellpassar við íslenskar aðstæður. Langdrægur, fjórhjóladrifinn, rúmgóður ferðarafbíll með jeppalagi og einstaklega mikið drægi á hreinu rafmagni sem kemur allri fjölskyldunni og farangri í einni lotu milli Reykjavíkur og Akureyrar sem er algengt viðmið“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Ford Mustang Mach-E bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru sérhannaðir fyrir Evrópu með búnaði og gerðaviðurkenningu fyrir Evrópu og uppfylla þannig allar skráningarkröfur á því markaðssvæði. Fjöðrun, stýri og driflína eru aðlöguð að evrópskum aðstæðum. Búnaður er m.a. miðaður við kalt loftslag og drægi miðast við evrópskar WLTP reglur. Leiðsögukerfi með Íslandskorti fylgir Evrópubílum ásamt hleðslukapli með TYPE2 tengi fyrir evrópskar aðstæður.
Fimm ára verksmiðjuábyrgð er á Ford Mustang Mach-E bílum og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu sem keyptir eru hjá Brimborg.
Ford Mustang Mach-E kostar frá 6.890.000 krónum og er nú þegar til sölu á netinu í vefsýningarsal Brimborgar.