Nýr tæknivæddur rafbíll frumsýndur

Halla má sætisbaki framsæta þann veg að setan lyftist og …
Halla má sætisbaki framsæta þann veg að setan lyftist og úr verður fullkominn hægindastóll til hvíldar milli ökuferða.

Ioniq 5 er nýr rafbíll frá Hyundai sem búinn er þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans. Þessi nýi og tæknivæddi rafbíll, sem bílaáhugafólk segir að sæki fyrirmynd sína til Pony frá 1975, verður frumsýndur í lok sumars hjá Hyundai á Íslandi og eru forpantanir viðskiptavina þegar farnar að berast að sögn Hyundai í Garðabæ.

Eins og myndir bera með sér er fátt sem minnir Ioniq 5 á núverandi Ioniq enda yfirbygging nýja bílsins endurhönnuð frá grunni útlitslega og hvað varðar stærðarmál enda bíllinn á nýjum og stærri undirvagni.

Skeljarlaga vélarhlífin einkennandi fyrir bílinn en undir henni framanverðri eru ílöng og mjóslegin aðalljósin sem samanstanda af 356 díóðum sem varpa skærum ljósgeisla fram á veginn.

Ioniq 5 er á nýjum E-GMP undirvagni Hyundai sem er um 4,6 metrar að lengd og er hann meðal ástæðna þess að hér er um að ræða stærri og breiðari bíl en fráfarandi Ioniq.

Ný rafhlaða og 800 volta kerfi

Ioniq 5 verður boðinn með vali um tvær gerðir rafhlaða, annars vegar 58 kílóvattstunda (kWh) rafhlöðu og hins vegar 72,6 kWh rafhlöðu. Rafhlöðukerfi bílsins er 800 volt sem gerir kleift að tengja bílinn við 220 kílóvatta hraðhleðslustöð og hlaða hlöðuna á aðeins átján mínútum úr 10% í 80%. Það er því ekki að undra þótt blaðamaður Auto Bild kallaði rafhlöðu Ioniq 5 einn risastóran orkubanka.

Ioniq 5 með 58 kwh rafhlöðunni er rafmótor fyrir afturdrif sem skilar 170 hestöflum, 350 Nm togi og 384 km drægi. Með afturhjóladrifnum bíl og 73 kwh rafhlöðu fást 218 hestöfl og 350 Nm tog sem skila bílnum í hundraðið á 7,4 sekúndum. Er drægi rafhlöðunnar allt að 500 km. Síðast en ekki síst verður Ioniq 5 með stærri rafhlöðunni boðinn fjórhjóladrifinn, þar sem rafmótorinn skilar 306 hestöflum, 605 Nm togi og 460 km drægi og er sú útgáfa Ioniq 5 aðeins 5,2 sekúndur í hundraðið.

Farþegarými Ioniq 5 er hannað til að veita fullkomna slökun. Áklæði eru úr lífrænum og endurnýjanlegum efnum auk endurunnu plasti og í glerþakinu er innbyggð sólarsella sem hleður síma og önnur viðtæki. Gólfið er flatt og þægilegt umgengni, ekki síst í aftursætum og hægt er að halla sætisbaki framsæta á þann veg að setan lyftist svo úr verður fullkominn hægindastóll til hvíldar milli ökuferða. Mælaborðið samanstendur af tveimur hliðstæðum 12,3 tommu skjám fyrir stjórnmæla, upplýsinga- og afþreyingarkerfið sem veita einfaldan aðgang að öllum aðgerðum.

Ioniq 5 er boðinn í þremur útfærslum, Comfort, Style og Premium og er verð bílsins frá 6.390.000 til 8.790.000, samkvæmt upplýsingum frá Hyundai í Garðabæ.

Hyundai Ioniq 5 er búinn þægindum og tækni sem ekki …
Hyundai Ioniq 5 er búinn þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans.
Mælaborðið samanstendur af tveimur hliðstæðum 12,3 tommu skjám fyrir stjórnmæla, …
Mælaborðið samanstendur af tveimur hliðstæðum 12,3 tommu skjám fyrir stjórnmæla, upplýsinga- og afþreyingarkerfin.
Hyundai Ioniq 5 er búinn þægindum og tækni sem ekki …
Hyundai Ioniq 5 er búinn þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans.
mbl.is