Ekki flókið að eiga rafmagnsbíl

Hleðslustöð.
Hleðslustöð. mbl.is/Hari

Rafhleðslustöðvum hefur fjölgað mikið hérlendis, bæði í heimahúsum og á almenningsstöðum. Rafbílabyltingin hefur farið hratt af stað og það sem af er ári hefur sala nýrra bíla sem hafa þörf fyrir raftengil stórlega aukist, bæði hvað varðar tengiltvinnabíla og hreina rafmagnsbíla.

Mörg ný fyrirtækja hafa sprottið upp í þessum geira og segist Ragnar Þór Valdimarsson, forstjóri Faradice, finna sérstaklega fyrir verulegri aukningu á sölu á heimarafhleðslustöðvum og sölu á rafhleðslustöðvum til fjölbýlishúsa.

„Það er búin að vera töluverð aukning,“ segir Ragnar.

Spurður að því hvaða rafhleðslustöð henti best fyrir heimahús og fjölbýli segir Ragnar að það sé alveg nóg að hafa 3,6 kWh hleðslustöð þar sem nógur tími gefst til þess að hlaða bílinn á nóttinni og því ekki nauðsynlegt að kaupa dýrustu rafhleðslustöðina sem hleður bílinn hraðar. Hann hvetur húsfélög, sem ætla að fara í framkvæmdir og fá sér nýja heimtaug, til að fá sér bestu heimtaugina þar sem framkvæmdin við skiptinguna er kostnaðarsöm.

„Þá er það bara frágengið, því framkvæmdin sjálf er dýrust.“

Sigurður Ástgeirsson, forstjóri Ísorku segir að fólk haldi að erfitt sé að setja upp rafhleðslustöðvar í fjölbýlishúsi en það sé einfaldlega ekki rétt. „Það er ákveðin mýta í gangi að það sé flókið að eiga rafbíl í fjölbýlishúsi en það er engin tæknileg fyrirstaða. Svo er kostnaðurinn á þessu minni í krafti fjöldans þegar íbúar taka sig saman,“ segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: