Stríðsherra frá Apocalypse

Warlord Ram TRX
Warlord Ram TRX

Er hér um grimman harðstjóra að ræða eða stríðsherra? Í veröld bílanna ættu báðar lýsingar við sakir atgervis pallbílsins sem bílsmiðjan með hamfaranafninu Apocalypse hefur sent frá sér.

Warlord Ram TRX 6x6 heitir gripurinn vígalegi með 700 hestafla hverfilsblásna V8-vél. Upprunalega er hér um að ræða TRX pallbíl frá jeppafyrirtækinu RAM.

Bílabreytingafyrirtækinu Apocalypse í Kaliforníu sá í honum tækifæri til að gefa honum trukk og þá fyrst og fremst í þriðja öxlinum en með því er drekinn mikli  kominn með drif á öllum hjólunum sex, 6x6. Undirstöður bílsins voru lengdar ögn til að rýma fyrir öxlinum.

Warlord Ram TRX 6x6  fæst fyrir 250.000 dollara eða sem svarar til 32 milljóna króna.

mbl.is