Að sögn Ford fyrirtækisins eru Ford F-150 Police Responder lögreglubílar þess í Los Angeles þeir hraðskreiðustu sem völd er á í Bandaríkjunum.
Þetta eru niðurstöður rannsókna og mælinga lögreglunnar í Los Angeles. Pallbíllinn stóri og voldugi nær 100 km /klst hraða úr kyrrstöðu á aðeins 5,9 sekúndum, samkvæmt þeim. Kvartmíluna fór hann á 14,44 sekúndum og hámarkshraðinn mældist 98,19 mílur eða 158 km/klst.
Tímaritið MotorAuthority bar niðurstöðurnar saman við helstu mælitölur Dodge Charger kraftabílsins með 5,7 lítra V8 vél en hann þurfti 6,5 sekúndur í hundraðið og 14,85 sekúndur í kvartmíluna.
Reyndar er F-150 lögreglubíllinn en viðbragðsfljótari samkvæmt niðurstöðum prófana lögreglu Michiganríkis. Þær hafa ekki verið gerðar opinberar en Ford segir að þar hafi F-150 Police Responder bíllinn náð hundraðinu úr kyrrstöðu á aðeins 5,4 sekúndum eða hálfri sekúndu fljótar er stallbróðir hans í Los Angeles.