VW eykur rafbílasölu

Rafbíllinn Volkswagen ID.4 sýndur á bílasýningunni í Chiacago í síðustu …
Rafbíllinn Volkswagen ID.4 sýndur á bílasýningunni í Chiacago í síðustu viku. AFP

Mikill uppgangur er í smíði og sölu rafknúinna bíla hjá þýska bílsmiðum Volkswagen (VW).

Til marks um það afhenti VW kaupendum 110.000 nýrra og hreinna rafbíla á nýliðnum öðrum ársfjórðungi.

Er það þrisvar sinnum meiri fjöldi en afhentur var á fyrsta fjórðungi, frá janúarbyrjun  til marsloka.

Og að meðtöldum tengiltvinnbílum stefnir í að Volkswagen selji um milljón rafdrifinna bíla í ár.

Athygllki vekur að VW seldi aðeins 12.000 rafknúna bíla á öðrum ársfjórðungi, aprílbyrjun til júníloka, í Kína.

mbl.is