Hyundai á Íslandi frumsýnir á laugardag milli klukkan 12 og 16 fólksbílinn Bayon, sem er nýjasta viðbót framleiðandans hér á landi.
Í tilkinningu frá Hyundai segir að Bayon sé ríkulega búinn bíll með góðri veghæð og hárri yfirbyggingu í ætt við jepplinga, þar sem sest er beint inn og setið hátt og er Bayon því fremur rúmgóður og auðveldur í umgengni.
Það á ekki síst við þegar hlaða þarf farangri í 411 lítra farangursrýmið þar sem afturhlerinn opnast einstaklega hátt. Hægt er að stækka farangursrýmið í 1.205 lítra, sem er með því mesta í þessum stærðarflokki.
Staðalbúnaður Bayon er sagður sérlega góður, einkum þegar kemur að öryggi og akstursaðstoð. Meðal staðalbúnaðar í grunnútgáfunni Comfort er t.d. 8 tommu afþreyingarskjár, hraðastillir, brekkubremsa, akreinavari og árekstrarvörn ásamt bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara og aðvörun sé opin hurð.
Meðal þægindabúnaðar má svo nefna lyklalaust aðgengi, skyggðar rúður, hita í stýri, upphitaða hliðarspegla, armpúða við framsæti, Bluetooth, USB og þráðlausa farsímahleðslu svo nokkuð sé nefnt.
Í dýrari útfærslu Bayon, Style, bætast svo við fleiri eiginleikar á bæði öryggis- og þægindasviði, svo sem 10,25 tommu afþreyingar- og upplýsingaskjár, hljómtæki frá Bose, meiri öryggisbúnaður og akstursaðstoð og fleira sem hægt er að kynna sér nánar á vefsíðu Hyundai.
Eins og nýr Tuscon, Kona og Santa Fe er einkennismerki Bayon hið nýja ytra útlit fólksbílalínu Hyundai, þar sem framendinn er sérlega svipsterkur og grípur augað í umferðinni vegna samspils ljósabúnaðar og heildareiningar framendans.
Þá segir í tilkynningu frá Hyundai að eftirtektarvert sé hve Bayon hefur háan lægsta punkt, 18,3 cm, sem er raunar með því besta sem gerist í stærðarflokknum. Bakssvipur Bayon er ekki síður einkennandi með búmeranglaga afturljósum ásamt stalllaga afturhleranum en hvort tveggja innrammar sterka heildarhönnun Bayon.
Hér á landi er Bayon boðinn með snarpri þriggja strokka 100 hestafla bensínvél við sjálfskiptingu og forþjöppu. Bayon er boðinn í tveimur búnaðarútfærslum, Comfort og Style, og er grunnverð bílsins 3.890.000 krónur eins og hægt er að kynna sér nánar hjá umboði Hyundai við Kauptún á laugardag milli 12 og 16. Reynsluakstur er í boði.