Hyggjast opna bílasölur á Krókhálsi í október

Húsin rísa með leifturhraða.
Húsin rísa með leifturhraða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsnæði undir fyrirhugaðar bílasölur rís nú með methraða við Krókháls 7 í Reykjavík. Húsin eru úr samsettum timbureiningum og hvíla á steyptum sökkli. Á lóðinni var meðal annars kjarr til norðurs sem var rutt og var hún síðan grófjöfnuð fyrir malbikun.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er verkið á áætlun og er áformað að malbika lóðina á næstu vikum og opna bílasölurnar um miðjan október. Þar verða hundruð bíla til sýnis og hefur félagið K7, sem fer með verkefnið, meðal annars gengið frá samningum við Öskju – notaða bíla, Bílaland BL, Bílabankann og Bílamiðstöðina um að vera með söluhús þar.

Lóðin er um 23 þúsund fermetrar en tugþúsundir bíla fara þar fram hjá dag hvern á leið um Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Bílasala tók við sér á árinu og var jafnvel rætt um skort á nýjum bílum. baldura@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka