Oddur Þórðarson
Á þessu ári er haldið upp á 35 ára afmæli hins ofursvala Hyundai Grandeur og af því tilefni hefur kóreski framleiðandinn svipt hulunni af framúrstefnulegri uppfærslu á gömlu týpunni.
Nýi Grandeurinn mun ganga fyrir rafmagni en haldið verður í gamla og fágaða stallbaks-útlitið sem einkenndi gömlu útgáfuna.
Í umfjöllun breska blaðsins Auto Express segir t.a.m. að fram- og afturljós séu nú af nýjustu gerð LED-ljósapera. Þar að auki er allt ytra byrði bílsins nýtt, allt frá hliðarspeglum til grillsins að framan.
Innra byrði bílsins er hins vegar gjörbreytt og er í takti við það sem tíðkast í glænýjum bílum dagsins í dag. Haldið er í sömu áferð og í Grandeurnum frá níunda áratugnum en mælaborðið er úr skjá auk þess sem stór snertiskjár er í bílnum.
Til viðbótar við þetta eru sætin í bílnum úr fínasta leðri með þykkum saumum sem ramma inn sígilt útlit Grandeur.