Stórtíðindi bárust úr herbúðum Toyota í gær þegar haldinn var blaðamannafundur um framtíðaráform Toyota og Lexus hvað rafbíla varðar.
Helstu tíðindin eru þau að von er á 30 nýjum gerðum af rafmagnsbílum fyrir 2030 og það sem vakti sérstaka athygli er að nokkrir bílar sem eru væntanlegir eru í bZ línu Toyota voru sýndir í fyrsta sinn ásamt öðrum væntanlegum rafmagnsbílum.
Stefnt er að því að árið 2030 verði árleg sala fyrirtækisins á rafmagnsbílum komin í 3,5 milljónir bíla.
Nýrri bZ línu Toyota hefur verið beðið með mikilli eftirvæntinu og er hún sögð munu gjörbylta umhverfinu á rafbílamarkaði heimsins.