Nýr Range Rover Sport við Kárahnjúka

Jaguar Land Rover frumsýndi á þriðjudag nýjan og endurhannaða útgáfu af hinum geysikraftmikla Range Rover Sport sem streymt var á netinu um víða veröld.

Frumsýningunni fylgdi kynningarmyndband sem mörgum hérlendis kom eflaust skemmtilega á óvart því þar tókst ökuþórinn Jessica Hawkins, tókst á við Hafrahvammagljúfur í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborðið hækkaði of mikið enda Hálslón komið á yfirfall, að því er segir í tilkynningu 

mbl.is