Breyta klassískum bílum í rafmagnsbíla

Sum bresk fyrirtæki bjóða upp á að breyta klassískum bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagnsbíla. London Electric Cars er eitt slíkt fyrirtæk þar sem vél og annar tengdur búnaður er fjarlægður úr bílum og í staðin er settur rafmagnsmótor og rafhlaða úr Nissan Leaf eða Teslum, ásamt þeim búnaði sem þarf að bæta við til þess að hægt verði að keyra bílana um sem rafmagnsbíla.

„Það þýðir að við erum að spara þörfina til þess að framleiða nýja bíla, en sautján tonn af koltvíoxíði fer úr í andrúmsloftið að meðaltali við smíðar á nýjum bílum. Þar að auki fáum við að hafa suma af þessum indælu bílum áfram á veginum,“ segir Matthew Quitter, stofnandi London Electric Cars.

Hann segir þó að suma bíla myndi honum finnast óþægilegt að breyta, til dæmis ákveðnum Aston Martin bifreiðum. Quitter segir það vera matsatriði hvaða bíla er í lagi að breyta, en sumum finnst ákveðnar breytingar vera helgispjöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka