Sala nýrra fólksbíla er um 50% hærri en á sama tímabili í fyrra. Alls hafa 9.268 nýir fólksbílar verið seldir það sem af er ári, en á sama tímabili í fyrra voru þeir 6.042.
Þessa söluhækkun má rekja til þess að innkaup bílaleiga hefur aukist gríðarlega eða um 118% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa bílaleigur fest kaup á 4.991 fólksbílum. Þessa aukningu má rekja til endurnýjunar á bílaflota bílaleiga vegna endurkomu ferðamannastraumsins.
Alls hafa einstaklingar keypt 3.195 bíla á árinu sem er 18% hækkun miðað við í fyrra. Fólkbifreiðakaup hafa þó tekið að dragast saman og salan í júní 5,9% lægri en hún var í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Af þessum rúmlega níu þúsund nýju fólksbifreiðum hafa rétt rúmlega 52,5% af þeim verið nýorkubíla (rafmagns, tengiltvinnbíll eða metan). Þetta er nokkur aukning en á sama tímabili í fyrra voru nýorkubílar um 44% af heildarsölu nýrra fólksbifreiða.
Niðurfelling á ívilnunum tengiltvinnbíla hefur haft veruleg áhrif á val bílaleiga við kaup á nýjum fólksbílum en í júní voru nýorkubílar aðeins 28,5% af kaupum þeirra, og fer þetta hlutfall lækkandi að því er segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest selda fólksbíla tegundin er Toyota, en 1.846 nýjir fólkbílar frá Toyota hafa verið seldir á árinu. Í öðru sæti er Kia og þar á eftir Hyundai.