Öll starfsemi bílaumboðsins Heklu liggur niðri sem stendur vegna rafmagnsleysis.
Fram kemur í tilkynningu frá Heklu að unnið sé að viðgerðum en óvíst sé hvenær rafmagn kemst aftur á.
„Vegna þessa er því miður er ekki hægt að ná í okkur gegnum síma en hringt verður í eigendur allra bíla sem eru í þjónustu hjá verkstæði okkar í dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta mun valda,“ segir í tilkynningunni.