Veisla fyrir Range Rover-aðdáendur

Nýr og glæsilegur Range Rover Sport verður fáanlegur frá kr. …
Nýr og glæsilegur Range Rover Sport verður fáanlegur frá kr. 17.490.000.

Það verður mikið um dýrðir á laug­ar­dag­inn næsta, 8. októ­ber, þegar Jagu­ar Land Rover við Hest­háls frum­sýn­ir nýj­ar kyn­slóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi.

Um er að ræða Range Rover Sport (L461) og Ran­ger Rover (L460), en fram­leiðand­inn frum­sýndi þann fyrr nefnda á heimsvísu með eft­ir­minni­legu mynd­bandi við Kára­hnjúka fyrr á ár­inu, sem streymt var á net­inu. Þar var tek­ist á við akst­ur í Hafra­hvammagljúfri í kapp­hlaupi við tím­ann áður en vatns­borð Hálslóns færi á yf­ir­fall með belj­andi fljót­inu sem þá yf­ir­tek­ur gljúfrið með 750 tonna vatns­magni á mín­útu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. 

Glæsi­leg­ur Range Rover Sport

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að nokkr­ar mis­mun­andi út­færsl­ur Range Rover Sport verði í boði hjá Jagu­ar Land Rover á Íslandi en höfuðáhersl­an verður lögð á ten­gilt­vinn­bíl­inn (PHEV) með sex strokka bens­ín­vél og forþjöppu auk raf­mótors og eru gerðirn­ar ann­ars veg­ar 440 hest­öfl og hins veg­ar 510 hest­öfl sem skila hröðun frá 5,4 sek­únd­um í 5,8 sek­únd­ur í 100 km/​klst.

Raf­hlaðan í ten­gilt­vinn­bíln­um er ein sú stærsta sem boðin er í nokkr­um bíl í dag eða 38 kWh og er upp­gef­in drægni 113 kíló­metr­ar sam­kvæmt WLTP. All­ar gerðir Range Rover Sport eru að sjálf­sögðu bún­ar allri nýj­ustu þæg­inda- og driftækni Land Rover ásamt ein­stök­um þæg­inda­búnaði í farþega­rým­inu sem gest­um frum­sýn­ing­ar­inn­ar gefst kost­ur á að kynna sér nán­ar á sýn­ing­unni. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000.

Range Rover verður fáanlegur frá kr. 21.890.000.
Range Rover verður fá­an­leg­ur frá kr. 21.890.000.

Sí­gild­ur Range Rover í mött­um lit

Í til­felli flagg­skips­ins Ran­ger Rover verður lögð áhersla á kynn­ingu á fyrstu út­gáfu bíls­ins (First Ed­iti­on) sem kem­ur í sér­stöku mött­um kynn­ing­ar­lit. Þessi nýj­asta kyn­slóð Range Rover er ný frá grunni, svo mikl­ar eru breyt­ing­arn­ar þótt eng­um dylj­ist að öll meg­in­ein­kenni flagg­skips­ins séu enn á sín­um stað.

Í til­kynn­ingu er rakið að meðal nýj­unga, fyr­ir utan breytt út­lit, megi nefna óvenju­lít­inn beygjura­díus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygi bíll­inn á öll­um fjór­um hjól­um. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fá­an­leg­ur 7 manna í lengri út­gáf­unni. Range Rover er, eins og í til­felli Range Rover Sport, boðinn í mis­mun­andi véla­út­gáf­um, bæði sex strokka dísil­vél­um, sem gefa allt að 350 hest­öfl, og einni átta strokka 530 hestafla bens­ín­vél. Á næsta ári kem­ur bíll­inn svo í ten­gilt­vinnút­gáfu, ann­ars veg­ar 440 hest­öfl og hins veg­ar 510 hest­öfl. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000.

mbl.is

Bílar »