Fella niður fjöldamörk rafbíla

Rafbílar í hleðslu.
Rafbílar í hleðslu. mbl.is/​Hari

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar.

„Í ákvæði til bráðabirgða í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu m.a. á rafmagns- og vetnisbifreiðum. Ívilnunin gildir út árið 2023 eða þar til 20.000 bifreiða fjöldamörkum er náð. Þegar litið er til talna um fjölda innfluttra rafmagnsbifreiða á síðustu mánuðum má leiða að því líkur að gildandi fjöldamörkum rafmagnsbifreiða verði náð nálægt miðju ári 2023,“ segir í frumvarpinu.

Er lagt til, til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, að fjöldatakmörkin verði felld niður þannig að virðisaukaskattsívilnun samkvæmt ákvæðinu gildi út árið 2023 óháð fjölda bifreiða sem hennar njóta.

Löng bið og jákvæð lenging

María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir mjög jákvætt að lagt sé upp með að ívilnanirnar verði út árið 2023. Þetta muni gera það að verkum að sala á rafbílunum haldi áfram að aukast.

Nánari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Loka