Fella niður fjöldamörk rafbíla

Rafbílar í hleðslu.
Rafbílar í hleðslu. mbl.is/​Hari

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp um breyt­ingu á ýms­um lög­um um skatta og gjöld, þar á meðal skattaí­viln­an­ir á raf­magns- og vetn­is­bif­reiðar.

„Í ákvæði til bráðabirgða í lög­um um virðis­auka­skatt er kveðið á um sér­staka virðis­auka­skatt­sí­viln­un vegna inn­flutn­ings og skatt­skyldr­ar sölu m.a. á raf­magns- og vetn­is­bif­reiðum. Íviln­un­in gild­ir út árið 2023 eða þar til 20.000 bif­reiða fjölda­mörk­um er náð. Þegar litið er til talna um fjölda inn­fluttra raf­magns­bif­reiða á síðustu mánuðum má leiða að því lík­ur að gild­andi fjölda­mörk­um raf­magns­bif­reiða verði náð ná­lægt miðju ári 2023,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Er lagt til, til að tryggja auk­inn fyr­ir­sjá­an­leika, að fjölda­tak­mörk­in verði felld niður þannig að virðis­auka­skatt­sí­viln­un sam­kvæmt ákvæðinu gildi út árið 2023 óháð fjölda bif­reiða sem henn­ar njóta.

Löng bið og já­kvæð leng­ing

María Jóna Magnús­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins seg­ir mjög já­kvætt að lagt sé upp með að íviln­an­irn­ar verði út árið 2023. Þetta muni gera það að verk­um að sala á raf­bíl­un­um haldi áfram að aukast.

Nán­ari um­fjöll­un má lesa í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »