Bíllinn loksins klár eftir rúm fimm ár

Björgunarbíllinn í allri sinni fullbúnu dýrð.
Björgunarbíllinn í allri sinni fullbúnu dýrð. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Björgunarbíll Björgunarsveitarinnar Tálkna á Tálknafirði er loksins fullbúinn eftir að unnið hefur verið að breytingum á honum í rúm fimm ár. Að gefnu tilefni var boðið í grillveislu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tálkna. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Land Cruiser frá árinu 2017 en bíllinn var keyptur glænýr það ár.

Í tilkynningunni segir að nauðsynlegt hafi verið að gera viðeigandi breytingar á bílnum svo hann henti sveitinni.

Björgunarsveitin hefur því verið að vinna að þeim breytingum sem viðbragðsbíll þarf á að halda. Það getur tekið langan langan tíma að fullgera slíkan bíl, eins og í þessu tilfelli.

Huti mannskapar úr björgunarsveit Tálkna: Thelma Dögg Teodórsdóttir, Trausti Jón …
Huti mannskapar úr björgunarsveit Tálkna: Thelma Dögg Teodórsdóttir, Trausti Jón Þór Gíslason, Andri Bjarnasson, Guðni Ársgeirsson og Gabríel Jónsson mbl.is/Guðlaugur Albertsson
mbl.is